Skip to Content

Heilsa – jafnvægi – vellíðan

Velkomin á heimasíðu PH Lífsstíls.

Þessari vefsíðu er ætlað að vera til fróðleiks fyrir þá sem vilja kynna sér og jafnvel reyna á eigin skinni hvaða ávinningur felst í því að jafna sýrustigið í vökvaflæði líkamans.  Það er talið nauðsynlegt að fylgjast stöðugt með pH gildi heitra potta og sundlauga, hvers vegna skildum við ekki þurfa að fylgjast með því hjá okkur sjálfum?

Sífellt fleira fólk á besta aldri stendur frammi fyrir heilsufarslegum áskorunum. Svo sem orkuleysi, síþreytu, vefjagigt, krabbameini, offitu, sykursýki, og svo frv. Listinn er langur. Þrátt fyrir öll nútíma læknavísindi, lyfjafræði og næringarfræði er svo komið að heilsufarsbrestur í víðtækum skilningi hefur sennilega aldrei verið meiri.

Er ekki komin tími til að staldra aðeins við og kanna hvort okkur sé að bera af leið? Erum við kannski farin að loka á heilbrigða skynsemi? Látum við markaðsöfl matvælaiðnaðarins leiða okkur að matarborðinu?  Og treystum við um of á að hægt sé að fá eitthvað "fix" þegar heilsan fer að bila?  

Þú “færð” ekki sjúkdóm, þú “ræktar” hann! Það laumar enginn í þig sjúkdómi, þar ert þú þinn eigin gæfusmiður. Það er einföld staðreynd að sjúkdómar þrífast ekki í basískum líkama, það hefur verið vitað í meira en hundrað ár.  Þú getur á einfaldan hátt sannreynt það á eigin skinni. (heimild: Robert Young, www.phmiracleliving.com )   

Að gera sér grein fyrir því, að of lágt pH gildi í vökva líkamans orsakar súrnun í vefjum og mengun í blóði og hvernig best er að taka á því, gæti verið lausn á þínum heilsufarsvanda.

Næringarblóðgreining er frekar ný á Íslandi. Víða erlendis nota læknar þessa aðferð, ýmist sjálfir eða eru í samvinnu við næringar- microscopista.

Að sjá með eigin augum í gegnum næringar-blóðgreiningu afleiðingar af súrnun, er oftast það "spark í rassinn" sem við þurfum á að halda til að gera breytingar.