Skip to Content

FRÉTTABRÉF 3.des. 2012

 

Það er meira en að segja það að halda úti fréttabréfi þegar dagarnir líða svo hratt að vikan virðist ekki vera nema þrír dagar. Ég þarf víst að læra að skipuleggja líf mitt og fréttabréfanna fram í tímann.

En nú er aðventan gengin í garð og senn hallar að jólum. Margir hugsa þessa dagana að það taki því ekki að spá mikið í mataræðið, þetta sé hvort sem er „sukk mánuður“ og lofa sér bót og betrun strax í janúar!  Það er að vísu nokkuð rétt að það skiptir meira máli hvað bið borðum á milli nýárs og jóla, heldur en jóla og nýárs.

En það er nú einu sinni svo að jólaveisluhöldin eru farin að teygja sig langt aftur í nóvember með tilheyrandi álagi á líffærin. Afleiðingarnar verða oft þær að þegar kemur fram í janúar – febrúar segir skrokkurinn „hingað og ekki lengra.“  Við köllum það gjarnan að fá FLENSU.

Það er ekki svo erfitt að halda smá jafnvægi í mataræðinu. Það eru bara fjögur atriði sem við þurfum að passa upp á að séu í lagi. Þetta eru sömu fjögur atriðin og byggja upp blóðið okkar og þegar það er í lagi þá erum við í lagi.

 

Þessi fjögur atriði eru: VATN – BLAÐGRÆNA – OLÍA og SALT/steinefni.

Það er sáraeinfalt að koma þessu fyrir í dagsins önn. Vilji er allt sem þarf.   Vatnið er í krananum við þurfum bara að vilja drekka það.  Til að slá tvær flugur í einu höggi, þá er alveg löglegt að setja pH Greens (grænmetisduft) út í vatnið og næra þannig frumurnar í leiðinni. Omega fitusýrur eru lífsnauðsynlegar og fjórar til sex matskeiðar á dag af td. hörfræolíu/ Udo´s 3,6,9/hampolíu gera kraftaverk. Í einum grænum sheik er hægt að „fela“ vel af olíu.  Og ekki gleyma góðu salti og steinefnum. Magnesíum og sodium bicarbonate (matarsódi) á hverjum degi.

 

"Að slökkva á sykurlönguninni"   Fyrir þá sem hafa áhuga á þá ætla ég að vera með stutt námskeið í því að   þriðjudaginn 11. des. Kl. 18- 21  í Borgartúni 3. Verð á námskeiðinu er 7.900 og innifalið er safar og sheikar.   Hægt að senda fyrirspurn og skrá sig hér.  

 

Afsláttur af vörum verður framlengdur til og með 11. des.

Hægt að panta hér

 

  pH Miracle Greens 6.300   (fullt verð 7.900)

 

 

 

 

pHour Salts  4.400 (fullt verð 5.500)

 

 

 

 

pHuriphy drops  5.500  (fullt verð 6.900) 

 

 

 

 

ÞÚ ÁTT BARA EITT LÍF –

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Námskeið hefst 8. jan. Meira um það hér 

 

 

Vitnisburðir:

Fyrir einu og hálfu ári síðan var ég orðin rúmum tuttugu kílóum of þungur, hækkaður blóðsykur og blóðþrýstingur voru farnir að ógna heilsu minni og ég hafði mælst með kæfisvefn. Þreyttur alla daga. Félagi minn benti mér á að tala við Hönnu hjá  PH Lífsstíl. Hann hafði farið næringarblóðgreiningu og fannst þetta áhugavert. Ég ákvað að prófa, því mér var orðið ljóst að ég varð að gera einhverjar breytingar hjá mér ef ég ætlaði ekki að steypa sjálfum mér í gröfina.

Þegar ég sá á skjánum hjá henni hvað ég sjálfur var að gera mínum eigin líffærum, helltist yfir mig einbeittur vilji til að gera gagngerar breytingar á lifnaðarháttunum. Ég fékk leiðbeiningar til að fara eftir, skipti öllu gosi út fyrir „grænt vatn“ bætti miklu grænmeti inn í fæðið hjá mér. Tók, og tek enn, vel af olíu og steinefnum. Umskiptin á heilsunni urðu undraverð, að mér fannst. Á örfáum mánuðum var ég komin í mína kjörþyngd, sem ég hef haldið síðan. Ég þurfti aldrei að fá svefntækið sem til stóð að ég ætti að sofa með og lyf hef ég ekki tekið núna í rúmt ár.     Haraldur Pálsson

---------

Í fjögur ár hafði ég leitað til margra lækna og sérfræðinga varðandi húðvandamál en án árangurs. Mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa þegar mér var bent á að fara í næringarblóðgreiningu. Ég sá að myndirnar af blóðinu mínu voru töluvert langt frá heilbrigðu sýnishornunum. Ég tók ráðgjöfina og leiðbeiningarnar mjög alvarlega og fylgdi þeim 100%.  Á fjórum vikum var ég farin að sjá mikla breytingu til batnaðar og á þremur mánuðum var húðin orðin heilbrigð.    Jóna Guðrún

 

    

Fyrir                                                        Eftir

 

 

Góð heilsa er gulli betri.  Hlúum að henni daglega, hún þarf að endast okkur allt lífið. Veikindi og sjúkdómar er ekkert annað en skortur á góðri heilsu.

PH Lífsstíll – til framtíðar.

Veri – ði hress.
Bless

Hanna