Skip to Content

Fyrir hverja er næringar blóðgreining?

 

Þörfin fyrir næringar- blóðgreiningu sem hjálpartæki í heilsuvernd er ört vaxandi, því þrátt fyrir áratuga langar rannsóknir á öllum mögulegum sjúkdómum og lyfjaþróun þeim tengdum fjölgar sjúklingum ár frá ári. Fólk er farið að staldra við og spyrja hvað valdi. Svokallaðir lífsstíls sjúkdómar og offita eru hraðvaxandi ógn.

Meðalaldur manna hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugina, en nú er svo komið að við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd að hann fari aftur lækkandi. Langlífis líkur ungs fólks í dag eru minni en foreldra þeirra vegna þess að unga kynslóðin líður hreinlega næringarskort! Þó er ákveðin vakning í samfélaginu. Fleiri og fleiri vilja taka ábyrgð á eigin heilsufari og snúa vörn í sókn; næringar- blóðgreining leikur þar lykilhlutverk.

Með greiningunni er hægt að fá staðfest hvernig fæðuval viðkomandi hefur áhrif á blóðið, hvert stefnir og ráðleggja í samræmi við það. Það er áhrifaríkt til árangurs að fræðast um þennan þátt, sem við höfum jafnvel aldrei leitt hugann að áður. Enginn er heilbrigðari en blóðið segir til um.

Til umhugsunar:

Offita fer ört vaxandi og nú er svo komið að u.þ.b helmingur íslensku þjóðarinnar er yfir svokallaðri kjörþyngd. Offita leiðir af sér ótal marga sjúkdóma.

Hjarta og æðasjúkdómar: Helsta dánarorsök þjóðarinnar eru hjarta og æðasjúkdómar. Á árinu 2008 létust 706 íslendingar af þessum völdum. (Hagstofa Ísl.)

Krabbamein: Sífellt fleiri greinast með krabbamein. Skv. vef Krabbameinsfélagsins er talið að 1/3 íslendinga fái krabbamein.!

Vefjagigt: Hlutfall þeirra sem eru með vefjagigt á Íslandi er mjög hátt, hærra en hjá nágrannaþjóðum okkar, en skv. rannsóknum gætu yfir 20.000 Íslendingar á aldrinum 18-79 ára verið haldnir vefjagigt. (uppl. af vefjagigt.is)

Beinþynning: Talið er að ein af hverjum þremur konum á Íslandi 50 ára og eldri séu með beinþynningu. Og að einn af hverjum átta körlum eigi á hættu á að fá beinþynningu. Á hverju ári má rekja um 1000 beinbrot til beinþynningar. (Doktor.is)

Sykursýki: 9000 íslendingar eru með sykursýki. Þar af um 8000 með sykursýki 2, eða svokallaða áunna sykursýki. Og fer þeim ört fjölgandi. Það er mjög áberandi hvað sykursýkistilfellum fjölgar á meðal barna og unglinga. (diabetes.is)

MÁL AÐ VAKNA til vitundar um eigið heilbrigði og taka ábyrgð á heilsunni.