Skip to Content

Heilsa – jafnvægi – vellíðan

Basískur lífsstíll –

Fullkomin heilsa, frísklegt útlit og vellíðan

Alkarian (basískur maður)

Manneskja sem nærist að mestu á basísku fæði og drykkjum og lifir lífsstíl sem heldur sýrustigi líkamans í jafnvægi og nær þannig hámarks heilsu og frískleika. Borðar 75 – 80 % basískt og 20-25 % sýrumyndandi fæði

Venjulegt mataræði í vestrænu ríki er hins vegar 75-80% súrt og 20-25% basískt

 Basískur lífsstíll

Þessi pistill fjallar um nýjan og endurbættan skilning á næringu og mataræði. Þegar þú breytir yfir í basískan lífsstíl þá leitar líkaminn í jafnvægi hvað varðar kjörþyngd, orku og heilbrigði.

Hvernig veistu hvort þú ert of súr?

Fita er td. sýruvandamál!  Ertu of þung/ ur?

Ein þekktasta uppgötvun Dr. Roberts Young er kenning hans um offitu. Hann hefur sýnt frammá það að offita er of mikil uppsöfnun á súrum úrgangsefnum í líkamanum. Hvað þýðir það ? Líkaminn kemur umfram sýrubirgðum fyrir í fitufrumum til að hlífa mikilvægum líffærum við sýrunni. Fitan er að bjarga lífi okkar! Fita er í raun viðvörunarbjalla líkamans við of mikilli sýru. Lausnin er „að ná jafnvægi á sýrustigi líkamans“

Hvað með þá sem eru of léttir?

Að vera of léttur er líka heilsufarsvandamál. Sveppasýking sem myndast við of mikla súrnun í líkamanum getur farið að nærast á orkugjafanum og dregið úr næringarupptöku líkamans um allt að 50% . Þetta veldur því að sumir verða of grannir. Án próteina getur líkaminn ekki endurbyggt nýja vöðvaþræði eða framleitt ensím, hormóna eða hundruði af öðrum efnablöndum sem eru nauðsynlegar fyrir eðlilega frumuorku og heilbrigð líffæri.

Að vera laus við þreytu, veikindi og óeðlilega líkamsþyngd eru verðlaunin fyrir basískan lífsstíl. Manneskja sem er of létt gæti misst nokkur kíló í byrjun við þennan breytta lífsstíl á meðan líkaminn aðlagast breytingum. En þegar líkaminn nær jafnvægi þá fer hann í sína kjörþyngd.

Ofnæmi/óþol?

Eiturefni sem líkami þinn myndar vegna of mikillar súrnunar og súrefnisskorts getur verið stór hluti af vandamáli sem við köllum ofnæmis einkenni. Ómelt prótein er aðalástæðan fyrir ofnæmi þ.e.a.s. líkaminn nær ekki að vinna úr þessum próteinum vegna þess að meltingarkerfið er veikburða og nær ekki að brjóta niður amínó sýrur,oft orsök fyrir mataróþoli og þetta eitt og sér getur valdið mörgum tegundum ofnæmis

Þreyta eða orkuleysi?

Þreyta er líklega eitt algengasta einkenni of mikillar sýrusöfnunar. Eiturefnin sem verða til í súru umhverfinu draga úr inntöku próteina og steinefna, sem um leið veikir getu líkamans til að framleiða ensím og hormóna. Þetta hefur líka áhrif á endurbyggingu frumna og annarramikilvægra hluta í orkuframleiðslunni. Niðurstaðan er þreyta, lélegt úthald og skortur á getu til að byggja upp vöðvamassa og almennt orkuleysi.

Vatn er næring.  Hugsaðu líkama þinn sem fiskabúr.

 

 

 

 

 

 

 

Við erum 70% vatn. Hugsaðu hversu mikilvægt það er að viðhalda hreinleika vökvans sem frumur okkar „synda“ í daglega. Ímyndaðu þér að frumurnar og líffærin í líkamanum séu „fiskar í búri“ sem synda í líkama þínum fullum af vökva sem bæði flytur næringu og úrgang. Ímyndaðu þér nú að við bökkum bíl upp að súrefnistankinum og setjum púströrið beint við súrefnis inntakið. Vatnið fyllist af kolmónoxíð, pH gildið fellur og úr verður súrt - súrefnislaust umhverfi sem ógnar heilsu „fiskanna“, þ.e.a.s. frumunum og líffærunum.

Hvað ef við hendum í „búrið“ of miklum mat eða röngum mat ( sýrumyndandi mat, of miklu af sykri, mjólkurafurðum, fínum kolvetnum og dýra próteini) sem „fiskarnir“ ná ekki að borða eða melta, og hann byrjar að rotna og menga? Eitraður sýruúrgangur og önnur efni hlaðast upp á meðan maturinn brotnar niður og skapar meiri sýru og breytir æskilegu sýrustigi.     - pH gildið fellur.

 Þetta er í raun bara lítið dæmi um hvernig við förum með vökva líkamans daglega. Við erum að ofgera líkamanum með sykri, reykingum, áfengi, lyfjum og ofáti, sem kemur sýrustigi líkamans úr skorðum. Sum okkar eru í svo slæmu ástandi að að það er ótrúlegt að við náum að lifa frá degi til dags. Við erum stöðugt að byggja upp alvarlegt ójafnvægi í líkamanum sem endar á niðurbroti, td. krónískri hægðatregðu eða öðrum truflandi og óeðlilegum einkennum (sjúkdómum) sem við þurfum að fara að fást við.

Ofan á allt þetta erum við síðan ekki að drekka það vatnsmagn sem æskilegt er.

pH gildið –sýrustig vökvans okkar hefur áhrif á allar frumur líkamans. Líkaminn þolir illa langvarandi of mikla sýruuppsöfnun. Í raun er allt efnaskipta ferlið háð því að sýrustig líkamans sé rétt. Ef líkaminn býr við króníska sýrusöfnun fer hún að ráðast á líkamsvefi þína og étur sig hægt og bítandiinn í allar æðar, bláæðar og slagæðar á sama hátt og sýra getur étið sig í gegnum marmara Ef þessu er ekki breytt mun það hafa áhrif á alla frumuvirkni líkamans allt frá hjartslætti og út í netvirkni heilans.

Til að einfalda þetta, þá hefur of mikil sýrusöfnun neikvæð áhrif á alla líkamsstarfsemina sem síðan leiðir til sjúkdóma og sýkinga líkt og í náttúrunni.

Alkaline vatn – basískt vatn

 

 

 

 

 

 

Það mikilvægasta sem við gerum til að afsýra líkamann er að drekka mikið vatn. Líkt og jörðin sem við búum á er líkaminn okkar 70% vatn. Hungurtilfinning er oftast ákall líkamans eftir góðu vatni. Þorsti er hins vegar skýr skilaboð um alvarlega ofþornun líkamans. Líkaminn venst hins vegar ofþornun og margir finna aldrei fyrir þorsta.

Mataræði sem saman stendur aðallega af sýrumyndandi mat eins og t.d. kjöti, mjólk, sætum ávöxtum og brauði, veldur því að súr úrgangur myndast í líkamanum. Þegar súr úrgangur fer útí blóðrásina okkar mun blóðhreinsikerfið reyna að fjarlægja þennan úrgang í fljótandi formi gegnum lungu eða nýru. Ef úrgangurinn er það mikill að líkaminn ræður ekki við hann, fer hann út í mikilvæg líffæri eins og hjartað, brisið, lifrina, ristilinn og aðra staði.

Niðurbrot á þessum úrgangi mætti einnig kalla „öldrunarferli“ Til að hægja á öldrun og snúa þessu ferli við, verðum við að byrja á því að fjarlægja það sem er að valda þessari miklu súrnun í blóði og vefjum með því að drekka mikið af vatni. Æskilegt er vatn með pH gildi frá  9 - 11.  Enn betra er að vatnið sem við drekkum sé að auki sem mest nekatíft jónað,     – 200mv eða meira. Það mun strax byrja hafa jákvæð áhrif með því að eyða skaðlegum sýrum og gera líkamanum kleift að fjarlæga þær úr vefjunum og skila þeim út í gegnum hreinsikerfi líkamans.

Ágæt þumalputtaregla um magn af vatni er 1 líter á hver 25kg líkamþyngdar.

pH greens powder ásamt pH dropum er blanda sem sett er út í vatn og færir þér mikilvæg næringarefni og auðmeltanleg prótein. Þessi basíska, orkumikla og nærandi formúla gefur líkama þínum þá súrefnisaukningu sem hann þarf.   

Nýja líffræðin

„Hin nýja líffræði“ er í raun mjög einföld. Einn sjúkdómur – ein lækning!

Undirliggjandi orsök allra sjúkdóma er langvarandi súrnun í líkamanum. Þetta er öfugt við gömlu kenninguna sem byggðist á vinnu Louis Pasteur frá seinni hluta á 18 aldar um að sjúkdómar koma frá sýklum sem ráðast á líkamann að utan.

Dr. Robert O Young hefur stuðst við kenningu Dr. Antonie Bécamp´s, samtímamanns Pasteurs, um að þegar sýrustig líkamans er í jafnvægi þá geta sýklar ekki þrifist í honum.

Heimildir:

Dr. Robert O Young

www.phmiracleliving.com