Skip to Content

Nýja líffræðin

Nýja líffræði“ Dr. Roberts Young, í sinni einföldustu mynd, byggir á því að eina orsök allra sjúkdóma er sú að líkaminn er of súr.  Þvert á gömlu líffræðina, sem byggir á kenningu Louis Pasteur seint á 19. öld og gekk út á sjúkdómar orsökuðust af utanaðkomandi sýklum.  Dr. Young tekur upp þráðinn frá samtímamanni Pasteurs, Antoné Bechamp sem taldi að okkar innra umhverfi skipti öllu máli í sambandi við sjúkdóma. Dr. Young hefur sýnt fram á að ef að ef jafnvægi er á sýru og basa í líkamanum, þá lifa engir sýklar eða óæskilegar bakteríur í okkur. 

Dr. Young stendur á þröskuldi nýrra líffræðivísinda, sem, ef rannsóknir sanna mun gjörbylta líffræði og lækninga heiminum frá því sem við þekkjum í dag”  Segir Dr. Neil Solomon – Forstjóri rannsókna við Johns Hopkins University – School of Medicine

Ímyndaðu þér líkamann sem fiskabúr. Hugsaðu um mikilvægi þess að viðhalda réttri samsetningu á þessum innvortis vökva líkamans.  Ímyndaðu þér að fiskarnir í þessu búri séu frumurnar þínar og líffæri sem synda um, flytja næringu og fjarlægja aukaefni. Nú skaltu hugsa þér að þú tengir pústið frá bílnum þínum við loftinntak tanksins! Vatnið fyllist af kolefnis mónoxíð, pH gildið fellur og sýrustigið hækkar. Áhrifin af menguninni ógnar heilsu „fisksins“ – þinna eigin líffæra og fruma !

Hvað ef við borðum alltof mikinn mat? Eða ranga tegund matar – sýrumyndandi fæðu, svo sem mjólkurvörur, sykur og dýraprótein? Og „fiskurinn“ kemst ekki yfir að éta hann allan og melta. Afgangurinn byrjar að rotna og úldna. Um leið og umfram fæðan brotnar niður verður til eitraður sýruúrgangur og kemisk efni hlaðast upp sem aukafurð, sem breytir kjörsýrustigi líkamans.

Þetta er einfalt dæmi um hvað við gerum við okkar eigin innvortis vökva, vatnið í okkar eigin fiskabúri, á hverjum einasta degi. Við mengum hann með reykingum, lyfjum, ofáti, ofneyslu sýrumyndandi fæðutegunda og allskonar öðrum ógnunum sem stofna viðkvæmu jafnvægi sýrustigsins í hættu. Sum okkar eiga fiskabúr – líkama – sem rétt tórir frá degi til dags, en hamast samt við eins og mögulegt er að skapa enn meira ójafnvægi. Að lokum gerist það óhjákvæmilega. Eitthvað lætur undan og við þurfum að fara að kljást við langvarandi, óhugnanleg sjúkdómseinkenni.

PH gildið, (mælingin á súru – basísku) á innvortis vökva okkar hefur áhrif á hverja einustu frumu líkamans. Hvers konar langvarandi ójafnvægi á sýrustiginu er sæmt fyrir líkamann. Reyndar þurfa öll efnaskipti líkamans að reiða sig á basískt jafnvægi á innvortis aðstæðum. Stöðug súrnun  eyðir vefjum, étur sig hægt og bítandi inn í 100.000 km. af bláæðum, slagæðum og háræðum á sama hátt og sýra tærir marmara. Ef ekkert er aðgert, hefur þetta áhrif á starfsemi og virkni allra frumuvefja, allt frá slættinum í hjartanu til taugaboðanna í heilanum.

Í stuttu máli: Öll veikindi og sjúkdómar eru afleiðing af langvarandi súrnun.

Öll veikindi og sjúkdómar hverfa með því að alkalísera líkamann.