Skip to Content

PH Lífsstíll - Fréttabréf

 

 

Gleðilegt ár.

Enn eitt árið gengið í garð, enn eitt nýtt upphaf.

 

Áramótin eru alltaf einskonar kaflaskil og því heppilegur tími til að staldra við og ígrunda leiðina sína. Það hefur ekkert upp á sig að horfa um öxl til þess eins að vera óánægður með það sem liðið er. Það var okkar eigin ákvörðun á sínum tíma og ekkert nema gott um það að segja. Ef við hinsvegar óskum okkur að hlutirnir væru öðruvísi, þá er víst að við þurfum að breyta stefnunni. Allir tímar geta hentað vel til breytinga og ekki síst áramót.

Flestir flaska hinsvegar á því að ætla að gera allar breytingar í einu, sem er óþarfi. Einfaldleikinn er oftast áhrifaríkastur. Ef áhuginn liggur td. í því að bæta heilsuna, þá er upplagt að setja sér markmið um að bæta einum grænum sheik í mataræðið sitt á dag í heilsubótarskyni og nokkrum glösum af vatni. Það er líklegra til að endast fyrir horn, heldur en að kollvarpa öllu mataræðinu og gefast upp á fyrstu vikunni.

Staðreyndin er sú að eitt leiðir af öðru. Aukin vatnsdrykkja og einn grænn sheikur á dag myndar langtíma vellíðunaráhrif sem oftar en ekki kalla á meira. Þá strax er orðið auðveldara að halda sig frá sykrinum, bæta við meira af grænu fæði  og jafnvel kveiknar löngun til að bregða sér út og skokka á milli ljósastaura eða eitthvað álíka einfalt. Þannig að þegar við lítum um öxl í upphafi árs 2014 þá sjáum við að þessi örlitla beygja sem við tókum árið áður hefur komið okkur í ákjósanlegt heilsufarslegt ástand, áreynslulaust.

 

Nýtt hjá PH Lífsstíl.

 

Á þessu ári ætla ég að byrja á því að bjóða upp á eftirfylgni í bættri heilsu og betri líðan.  Margir sem hafa komið í blóðgreiningu hjá mér hafa komið að máli við mig og óskað eftir að geta fengið smá eftirfylgni, stuðning og hvatningu við að gera sínar lífsstílsbreytingar. Því er hér með komið á framfæri og hægt að velja um 4-12 vikur í því sambandi.

 

Námskeið og fyrirlestrar:

 

Fyrirhugað er að byrja nýtt 6 vikna námskeið miðvikudaginn 23. Janúar. Sjá nánar hér:

 

Fyrirlestrar um pH lífsstíl;    Af hverju er betra að vera basískur, verða haldnir í Borgartúni 3

fimmtudaginn 17. jan. Kl 18.15. og

þriðjudaginn 22.jan kl. 18.15. 

 

Aðgangseyrir kr. 1000.  Skráning hér: 

 

Með kærleikskveðju

Hanna