Skip to Content

Safar og drykkir

Möndlumjólk   

 

 

 

 

 

 

         1 bolli möndlur (með hýðinu)
         3-4 bollar vatn.

  • Leggið möndlur í bleyti yfir nótt, 8-14 tíma.
  • Skolið möndlurnar með hreinu vatni.
  • Maukið í blandara með 3-4 bollum af vatni í nokkrar mínútur, eða þar til möndlurnar eru orðnar að þunnu    mauki.
  • Aukið vatnsmagnið ef þið viljið hafa mjólkina þynnri.
  • Síið í gegn um fínt sigti, síupoka (fæst hjá Ljósinu Langholtsvegi) eða nælonsokk.
  • Notið hratið sem viðbót í grænmetis eða hnetuborgara, eða rúllið út á plötu og þurkið sem snakk í þurkofni eða í bökunarofni á lægsta hita og hafa ofninn pínu opinn. Einnig hægt að nota sem húð skrúbb.  Hratið má líka frysta og nota síðar í bakstur.
  • Möndlumjólk geymist í 2-3 daga í kæliskáp.

Notaðu möndlumjólk í stað kúamjólkur, út í sheika eða blandaðu í græna djúsinn 1:3, eða til helminga fyrir börn. Bætið smá olíu út í til að fá enn mýkra bragð. Njótið!                 

 

Heslihnetumjólk:

Á sama hátt og möndlumjólk. 
Hægt er að sæta möndlu og hnetumjólk með smávegis af vanilludufti eða 2-3 döðlum.  Nokkur korn af salti skemma heldur ekki!

 

Ferskur grænmetisdjús 

 

 

 

 

 

 

1 agúrka
1-2 handfylli af spínati
1 sítróna / lime
1 brokkoli leggur
Nokkrar greinar af ferskri myntu
Bútur af engiferrót
1-2 stilkar seller

• Best er að renna þessu í gegnum góða safapressu. Blanda vatni saman við eftir smekk.
• Ef safapressa er ekki fyrir hendi er hægt að setja þetta í blandarann. Bæta við ca tveimur glösum af vatni og sía síðan blönduna í gegnum síupoka eða nælonsokk.
• Í báðum tilfellum má nota hratið, annað hvort í grænmetisborgara eða í sheika.

Tilbrigði

• Blandið þennan djús til helminga með möndlumjólk. Auðvelt að koma því í börn og byrjendur.

 

 

Rauðrófusafar 

Rauðrófur og greip:

 

 

 

 

 

 

 

1 lífræn rauðrófa
2 - 3 rauð greipaldin (lífræn best)
Bútur af engiferrót
•  Sett í gegnum safapressu. Ferskur og hollur drykkur.

 

Rauðrófur – gulrætur – sellerí

1 lífræn rauðrófa
2-4 gulrætur
1 sellerístöngull
½ agúrka
•  Sett í gengum safapressu