Skip to Content

Salöt

Grænkálssalat      (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

1 búnt grænkál.

1 avokado (medium stærð, mjúkt)

1/3 – ½ Tsk sjávar salt, eða Himalyja salt

½ lime, safinn

1 miðlungs að stór tómatur

1 msk ólífu olía

1 hvítlauksrif       

 • Þvoið kálið og takið harða stilka frá.
 • Saxið  ca 1 cm búta
 • Setjið í skál ásamt lime safanum og saltinu
 • Nuddið kálið upp úr safanum og saltinu með höndunum, þú sérð hvernig kálið dökknar.
 • Bætið söxuðum tómötum, hvítlauk og avocado samanvið ásamt olíunni og blandið með skeið.

Tilbrigði:

 • Bætið við chilli, ferskum eða dufti
 • Bætið við rauðri eða gulri paprikku
 • Bætið við ferskum kryddjurtum, basiliku eða kóríander
 • Bætið við sólþurkuðum tómötum
 • Bætið við turmerik
 • Notið einhvert annað kál eða salat í staðinn fyrir grænkál.   

 

Hvítkálssalat  (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

1 Smá biti af hvítkáli

1sítróna (safinn)

1-2 Tsk kúmen

½ Tsk sjávar- eða himalyja salt

1 Tsk olía að eigin vali. (kaldpressuð)

 

Þvoið hvítkálið og sneiðið það þunnt í mandolin eða rifjárni.

Bætið sítrónusafa, salti og kúmeni við og nuddið saman með höndunum þar til kálið mýkist.

Þetta er frábært meðlæti og geymist í kæliskáp.

 

Sem forrétt er hægt að bera það fram á smá hvítkálsblaði eða vefja öðru þunnskornu grænmeti utan um.

Tilbrigði: 

Bætið 2-3 msk tahini eða möndlusmjöri út í salatið og blandið vel saman. Eða bætið við þunnum lauksneiðum.                                                           Bætið við möluðu kúmeni og ferskum coriander eða söxuðum sólþurkuðum tómötum.  

 

Rifið salat   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

1 miðlungs gulrót

1 lítill kúrbítur

1/3 agúrku

1 miðlungs næpa

Sellerí rót )sama magn og af næpunni)

1 sítróna (safinn)

3 msk tahini eða möndlusmjör

3 msk söxuð persilla

½ - 1 tsk. Salt.

1 hvítlauksrif, saxað

1-2 msk ólífu – hamp eða hörfræolía

 

 • Rífið allt grænmetið í þunna strimla.  
 • Blandið restinni saman við.
 • Gott salat með hverju sem er.
 • Borið fram strax eða látið marinerast um stund.
 • Bragðast sérlega vel daginn eftir!

 

Tilbrigði:

Bætið við öðrum ferskum kryddjurtum og eða ferskum engifer.  

 

Salatmix með grjónum og fræum   (Ruth Daber) 

 

 

 

 

 

 

 

1 búnt flatlaufa persilla

1 Tómatur

½ lítill laukur  

1 Sítróna (safinn)

1 hvítlauksrif

1 Tsk sjávar eða Himalaya salt

3 msk ólífu olía

5 kúfaðar matskeiðar af soðnu byggi, bókhveiti eða öðru basísku korni/ fræjum

 

 • Fínsaxið persillu, tómat og lauk  (frekar með hníf en í mixara)
 • Blandið öllu saman í skál.
 • Borðið strax eða sienna ( upplagt í nesti)

 

Gott eitt sér, ofan á hrökkbrauð eða sem meðlæti með salati eða fiski.  

 

"Waldorfsalat"   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

 

2 msk saxaðar valhnetur ( látnar fyrst liggja í bleyti í 2-3 tíma.)

1 miðlungs gulrót

Sellerí rót ( sem svarar 2/3 af gulrótinni)

½ Grapefruit ( safinn; má nota smá af kjötinu ef vill)

1 sellerí stilkur smátt sneiddur

½ Tsk salt

1 msk ólífu- hamp eða hörfræolía

Val:  1-2 msk þykk fersk möndlumjólk eðakókosmjólk

 

 • Rífið gulrót og sellerírót í rifjárni eða mandolin  
 • Blandið restinni af uppskriftinni saman við
 • Borið fram strax eða látið marinerast um stund.

 

Agúrku salat   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

1 Agúrka

1/3 búnt ferskt dill

½ Sítróna / lime (safinn)

½ -1 Tsk salt

1 -2 msk ólífu olía

 

 • Sneiðið agúrkuna mjög þunnt
 • Blandið öllu saman
 • Gott að marinera í nokkra klukkutíma

 

Tilbrigði:  Notið ferska eða þurkaða mintu í staðinn fyrir dill.

Mjög frískandi salat! Bæði sem forréttur eða meðlæti.

 

Íslenskt þarasalat   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

 

1 handfylli af sölum ( leggja í bleyti í 20 mín)

(notið Wakame ef söl finnast ekki, það þarf að liggja í bleyti í 40 mín.)

½ Avokado

2 msk saxaðar möndlur ( þurfa að liggja í bleyti í ca 8 tíma)

½ sítróna/ lime (safinn)

¼  gul paprika

1/3 agúrka

1-2 msk maukaður laukur

Uþb.  ½ tsk salt, ( fer eftir hve sölt sölin eru)

 

 • Stappið saman avocado, sítrónusafa og salt með gafli
 • Skerið paprika og agúrku í hæfilega bita
 • Öllu blandað saman í skál.
 • Borið fram sem aðalréttur eða sem meðlæti  

 

Hrátt laxasalat   (Ruth Daber)

Sérlega gott með öllum fiski

 

 

 

 

 

 

 

1 stykki ferskur hrár lax ekki meira en 20-30% af máltíðinni.

½ Sítróna (safinn)

1/3 búnt saxað dill

½ tsk sjávar- Himalyja salt

Baby spínat  (ca tvö handfylli)

1 stór tómatur

½ rauð paprika

½ gul paprika

1 kúfuð msk furuhnetur

 

 • Skerið laxinn og rauðu paprikuna í þumalputta breiða bita.
 • Blandið sítrónusafanum og dillinu saman við  (látið marinerast í smá tíma)
 • Setjið spínatið á disk og laxamixið ofan á
 • Stráið gulum paprikubitum ofan á ásamt tómatabátum og furuhnetum.
 • Skreytið með sítrónusneið og dilli.  

Tilbrigði:  

Notið þetta salat með hvaða fiski sem er.

Frábært með ofnbökuðum laxi, silungi, lúðu  eða þorski.

Eða hvaða öðrum mat sem er.  

 

Ferskt spínat og furuhnetusalat   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

3 handfylli baby spínat

20-30 fersk myntulauf

1 Avokado

1 msk furuhnetur

¼ tsk sjávar eða Himalya salt

1 msk ólífu eða avocado olía

Dass af sítrónu/ lime safa

Örítið af svörtum pipar ?? 

 

 • Blandið saman spínati og myntulaufum
 • Skerið avocado í bita og setjið ofan á
 • Stráið restinni af uppskriftinni yfir.

 

Algjört jömmý jömmý salat!

Tilbrigði: 

 

 

 

 

 

 

 

Bætið við rauðri og gulri paprika ásamt fíntsöxuðum rauðlauk.