Sheikar/þeytingar
Grænn þeytingur - grunnuppskrift
1 Agúrka
1 Avocado
1-2 bollar spínat
1 Lime (afhýtt)
10 Mintulauf
1-2 msk hörfræolía
Smá sjávarsalt eða Himalyja salt
1/3 bolli vatn eða klakar
Allt sett í blandarann og blandað í mauk.
Njótið strax sem morgunverðar eða forréttar.
Tilbrigði:
- Bætið við möndlumjólk í stað vatns
- Bætið við stevíu, til að fá sætt bragð.
- Bætið við turmeric og meira salti til að fá sterkara bragð og jafnvel hvítlauk.
- Bætið við appelsínu eða lime berki, (rifnum,lífrænum) eða kanel.
- Fikrið ykkur áfram með fleiri tilbrigði.
Grænn uppáhalds!
(Í alla þeytingana er hægt að nota hratið frá grænasafanum. Stór skammtur)
1 hrat úr safapressunni - eða
tvær handfyllur af spínati
1 agúrka
1 avokado
Hvort sem þið notið hratið eða ekki, þá bætið við:
1 sellerístilkur
1/2 -1 sítróna eða lime
ca 2cm bútur engifer
1 msk. chiaduft eða chiafræ (ef fræin eru notuð er gott að leggja þau í bleyti kvöldið áður) eða hampfræ/duft
1-2 tsk. Youngforever Greens powder
1 msk. granatepladuft
2-4 msk. hörfræolía
smá Himalyasalt
vatn eftir þörfum ( einnig hægt að nota möndlumjólk)
Til að fá börn til að venjast grænum sheikum getur verið gott að setja örlitla stevíu saman við.
Aðferð:
Allt sett í blandarann ( ég pressa reyndar safann úr sítrónunni, engifernum og selleríinu)
Maukað saman og þynnt með vatni. - Geysilega góður og næringarríkur þeytingur.
Greipfruit - sellerí þeytingur
1 Grapefruit ( notið aðeins kjötið innan úr “skinninu” til að forðast bitra bragðið.)
6 stilkar sellerí
1 miðlungs avocado
2 handfylli af spínati
1 matsk. hörfræolía
Vatn eftir þörfum
- Blandið öllu saman í blandara. ( Ég byrja gjarnan á að blanda saman sellerí og vatni til að það blandist betur.)
- Borið fram í glasi eða skál.
Þeytinga eins og þessa er best að borða strax, en má geyma í loftþéttri krukku í ísskáp í einn dag eða svo.
Bætið við stevíu og meiri hörfræolíu og frystið í ísboxum fyrir börn.