Skip to Content

Snakk og ídýfur

Möndlur og fræ   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

1 bolli möndlur, hnetur eða fræ að eigin vali (lagt í bleyti yfir nótt, og þerrað)

1 tsk himalya salt

 

 • Blandið saman hnetum/ fræjum og salti
 • Dreifið á Teflon blað  og þurkið í þurkofni í 4-24 tíma eða þar til ykkur þykir hæfilegt
 • Ef þið eigið ekki þurkofn,  setjið bökunarofninn á 50° og hafið hurðina aðeins opna.

Tilbrigði:  

Sneiðið kúrbít, papriku, sætar kartöflur eða eggaldin í þunnar sneiðar saltið og kryddið og þurkið á sama hátt.

Passið ykkur að sneiða kúrbítinn ekki of þunnt. Hann getur festst við plötuna og þá brotnar hann gjarnan. 

 

 

 

Grænkálssnakk   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

Grænkál er frábært í þurrkað snakk, en ekki nota stilkana. Æðislegt að smyrja það aðeins með tahini áður en það er þurrkað.

Notaðu tveggja daga spírað bókhveiti blandað með kanel og þurkaðu það.

 

 

 

Hörfræ snakk   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

2 bollar brún hörfræ lögð í bleyti í 3 bolla af vatni í a.m.a.k 4 tíma, bætið við vatni ef fræin þurfa meira, þurkið ekki

1 bolli sólblómafræ (lögð í bleyti yfir nótt, skoluð og þerruð.

1-2 tsk sjávar eða Himalya salt

1 ½ tsk kúmen

Blandið öllu saman með skeið

Skiptið því þrjá parta fyrir mismunandi bragð.

 

 • 1 hluti: tilbúinn
 • 2 hluti bætið við 5 sólþurkuðum tómötum (lagðir í bleyti og smátt skornir) 1 kúfuð tsk af Zip Spicehunter kryddi og blandið  saman með handþeytara til að blanda tómötunum vel saman við.
 • 3 hluti:  bætið við smátt söxuðum rauðlauk

 

 • Dreifið úr deginu á Teflon plötu uþb. 2-3 mm þykkt og þurkið í þurkofni í 8-12 tíma á 41C°

 

 • Hægt að notast við bakarofninn á 50° og hafa hann svolítið opinn.  
 • Hvolfið á skurðarbretti
 • Sneiðið þi 4x4 cm búta og þurkið í aðra 8-12 tíma, eða þar til þetta er orðið vel stökkt.
 • Látið kólna við stofuhita
 • Getur geymst í tvo mánuði í loftþéttum umbúðum. Geymist betur eftir því hvað kexið er vel þurkað.

Gott snakk með mismunandi ídýfum.  Frábært á ferðalögum og gönguferðum.

Tilbrigði:

Bætið við mismunandi kryddjurtum, svo sem coriander og persillu eða rifnu grænmeti, kúrbít, rófum eða grænkáli.

 

 

 

Grænmetissnakk   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

Smart að skera niður litskrúðugt grænmeti, það allra besta í barnaafmælið!

 

 

 

Hummus   (Ruth Daber) 

 

 

 

 

 

 

 

1 krukka kjúklingabaunir

2 msk tahini

5 msk grape safi (val)

3 msk sítrónu / lime safi

1 hvítlauksrif

½ tsk salt (meira ef þarf)

4-5 msk vatn (ef þið notið ekki grape safann)

 

 • Maukið allt í matvinnsluvél. (forðist kjötið úr sítrusávöxtunum, það gerir beiskt bragð)
 • Bætið við vatni ef þið viljið hafa þetta þynnra.

 

Tilbrigði:

Bætið við 1 litlum kúrbít, 1 msk möluðu kúmeni, ferskum coriander og ½ tsk mildu chilli.   Ef þið viljið sterkara bragð, bætið við hvítlauk, ferskum maukuðum chilli og smávegis af tómatkraft eftir smekk.

Frábær ídýfa með sneiddu grænmeti, þurrkexi eða sem smurningur á grænmetisvefjur og samlokur. 

Finndu út þitt eigið uppáhalds bragð.  

 

 

 

Cuacamole   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

2-3 mjúk avocado

1 sítróna (safinn)

1 hvítlauksrif

1 tsk sjávar eða Himalyasalt

1 tsk milt chilli duft (eða ferskt)

5 ferst basiliku lauf (val)

 

 • Öllu blandað saman með gafli, matvinnsluvél eða töfrasprota
 • Kremkennt eða bitað… þú ræður!

Þetta er frábært með fersku grænmetissnakki  

Tilbrigði: 

Bætið við söxuðum tómat.

Að dýfa grænmeti í góðar ídýfur er frábær leið til að auka neyslu á grænmeti.   

 

 

 

Smjörbauna ídýfa   (Ruth Daber)

það þarf ekki allt að snúast um kjúklingabaunir!

 

 

 

 

 

 

 

1 krukka/dós smjörbaunir (eða soðnar þurkaðar baunir)

½ sítróna eða greip (safinn)

2 msk tahini eða 3 msk sesamfræ (hafa verið lögði í bleyti)

1 hvítlauksrif (val)

½ tsk sjávar eða Himalyasalt

1 lítil msk turmeric

1-2 tsk ólífu olía

2-3 msk vatn ( val, fer eftir hvað þið viljið hafa þykkt)

 

 • Allt maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota
 • Vel maukað er best!  
 • Yndislega gulur litur!

Frábært sem ídýfa, á vefjur eða brauð og gott með buffum og salati.

Tilbrigði:

Bætið við smá karrý og smá stevíu.   

 

 

 

Hrá tómatsósa   (Ruth Daber)

Frábær með borgurunum!

 

 

 

 

 

 

2 miðlungs tómatar

7 sólþurkaðir tómatar (lagðir í bleyti í 1 klst.)

1/3 tsk sjávar eða Himalyasalt

2 msk ferskur sítrónu / lime safi

1 msk ólífu olía

 

 • Allt maukað þar til það er orðið mjúkt.

Tilbrigði: 

Bætið við kryddi að eigin vali eða smá chilli til að fá sterkara bragð. Smá stevía virkar oft vel til að fá börnin til að borða þetta.

Þessi sósa er líka mjög góð með pasta, gufusoðnu grænmeti eða á vefjur og pizzur.

 

 

 

Sólblóma og dill ídýfa   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

1 bolli sólblómafræ (lögð í bleyti)

1 lítill laukur

1/3 búnt af dilli

½ sítróna  (safinn)

1 Tsk sjávar – himalya salt

1-2 Msk ólífu olía

2 msk vatn (val eftir því hvað þú vilt hafa þetta þykkt)

 

 • Allt maukað í matvinnsluvél
 • Mjúkt eða gróft… þú ræður!

Frábær ídýfa með grænmeti eða kexi!

Tilbrigði:

 1 cm bútur af engifer og hálfur lítill kúrbítur 

 

 

 

Basil pesto   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

2 handfylli ferskt basil  

50 g Furuhnetur

½ -1 hvítlauksrif

¼ Tsk sjávar eða himalya salt

“dass” af ferskum sítrónusafa  

 

 • Maukað í matvinnsluvél
 • Gott að láta standa í ísskáp í tvo tíma fyrir notkun
 • Geymið loftþéttri krukku