Skip to Content

Sushi

Sushi   (Ruth Daber)

 

 

 

 

 

 

 

1 ½ bolli óristað bókhveiti

1 tsk sjávar eða Himalya salt

5 Nori blöð

½ rauð paprika

1/3 agúrka

1 avokado

1 vorlaukur

2 bolli alfa alfa spírur

1 cm engiferrót

Sítrónu / lime safi (val)

 

 • Skolið bókhveitið í köldu vatni
 • Sjóðið bókhveitið í 4-5 bollum af vatni og 1 tsk. Af salti í ca 15-20 mín.
 • Skerið grænmetið í strimla og vorlaukinn í þunnar sneiðar
 • Skerið engiferrótina í litla bita
 • Bókhveitið þarf að tolla svolítið saman, ef það er of laust í sér hrærið það saman með gafli eða handþeytara; bætið sítrónu/lime safa ef þið viljið snerpa bragðið.
 • Látið blönduna kólna aðeins áður en þið byrjið.
 • Setjið noriblað á hreint skurðarbretti eða viskustykki. 

        

 

 

 

 

              (1): Setjið 3-4 msk af bókhveiti mixi á noriblaðið og dreifið úr en skiljið eftir ca 2 cm við brúnina næst ykkur  og 4-5 cm á brúninni fjær ykkur.

 • (2):  Setjið grænmetið á partinn sem er nær ykkur. 

        

 

 

 

 

           (3) + (4): Setjið núna alfa alfa spírur, avocado og engifer bitana… núna er komið að því að rúlla upp!

 • Byrjið að rúlla brúninni næst ykkur þétt upp.  
 • Bleytið vísifingur og löngutöng í vatni og strjúkið yfir brúnina fjær ykkur áður en þið rúllið alla leið. (engin mynd af því!)    

 

        

 

 

 

 

 

 • (5) + (6): Sneiðið nori rúlluna í hæfilegar sneiðar 1,5 -2cm,  með beittum hníf. ( beittur brauðhnífur er bestur.
 • Leggið sneiðarnar varlega á “magann”  

Borið fram sem forréttur eða meðlæti   

Í stað soya sósu má nota saltsprey eða búa til saltlausn úr Himalya salti og vatni til að dýfa rúllunum í. Einnig má nota ferskan engifer eða safa úr engifer með.   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilbrigði: 

Bætið ferskum laxi í fyllinguna.