Skip to Content

Um Phlífsstíl

Eigandi pH Lífsstíls er Hanna L Elísdóttir næringar microskopisti.

Hanna lærði næringar- blóðgreiningu hjá Dr. Robert O Young; The Ph Miracle Center í Kalíforníu.

Dr. Young er örveru líffræðingur sem í  þrjátíu ár hefur notað microskope til að rannsaka áhrif fæðunnar á blóðið.  Hann hefur skrifað fjölda bóka og greina og er höfundur „The new biology“  Nýju líffræðinnar, sem hefur vakið athygli þekktra háskóla.

Dr. Neil Solomon forstjóri rannsókna við John Hopkins University – School of Medicine, sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna á sviði rannsókna hefur þetta um Dr. Young að segja: "Dr. Young stendur á þröskuldi nýrra líffræðivísinda, sem ef rannsóknir sanna mun gjörbylta líffræði og lækninga heiminum frá því sem við þekkjum í dag."

Þótt næringartengd blóðgreining eigi sér yfir 70 ára sögu, er hún ekki viðurkennd innan heilbrigðisstofnanna. Það þótti lítið ábatasamt á sínum tíma að stuðla að því að fólk kæmist hjá sjúkdómum með því að taka ábyrgð á heilsu sinni með basísku líferni. Og þykir ekki enn. Hér þarf hver og einn að staldra við og spyrja sig hvort það sé eðlilegt að 300.000 manna þjóð kaupi lyf fyrir meira en 30.000 milljónir á ári! (skv. fréttum á Mbl. 2010)  Ef lyf eru lausnin, þá ættu íslendingar að vera ansi heilbrigðir og vel á sig komnir.  (mín persónulega skoðun)

Hér er hvorki verið að greina sjúkdóma né mæla sýrustig í blóði. Með blóðgreiningu er hægt að sýna viðskiptavinum hvaða áhrif mataræði og lífsstíll hafa á blóðið. Þetta er fyrst og fremst tæki til að átta sig á samhenginu á milli útlits blóðkornanna og heilsufarsins. Það hefur sýnt sig að þeir sem koma í blóðgreiningu og sjá sitt eigið ástand berum augum, gengur yfirleitt betur að ná árangri. Heilsufarið er í beinu sambandi við ástand blóðsins og að geta séð myndir af ástandinu er ákveðinn vendipunktur.

Markmið PH Lífsstíls er að bjóða upp á næringar- blóðgreiningu og ráðgjöf um pH mataræði og lífsstíl ásamt fyrirlestra og námskeið.

Hægt er að panta fyrirlestra og námskeið í fyrirtæki.

Hafa samband hér: