Skip to Content

Y-Age Glutathione

 

 

 

 

 

Hvað er  Glutathione?

Glútaþíon er mikilvægasta sameind líkamans og verndar okkur gegn sjúkdómum og öldrun.  Glútaþíon er aðal andoxunarefnið, ónæmishvatinn og afeitrarinn.

Þetta litla prótín, sem hver einasta fruma líkamans framleiðir á náttúrulegan hátt, inniheldur þessi þrjú nauðsynlegu varnarefni.  Í raun er líf þitt undir glútaþíoni komið.  Ef þú hefðir það ekki þá mundu frumurnar grotna niður úr taumlausri oxun eða tæringu. Líkami þinn hefði litla mótstöðu gegn bakteríum, veirum og krabbameini og lifrin myndi skreppa saman vegna uppsöfnunar ýmissa  eiturefna.

Sú var tíð að einungis vísindamenn höfðu heyrt um kólesteról og vítamín, en í dag vita allir hvaða efni það eru.  Nú er komið að glútaþíoninu.

Á síðastliðnum fimm árum hafa yfir tuttugu og fimm þúsund læknisfræðilegar greinar um þetta efni verið gefnar út og þessi vísindalegi skilningur er óðum að verða þekktur hjá öllum almenningi.

Sérhver fruma líkamans er ábyrg fyrir eigin glútaþíoni og verður að hafa nauðsynlegt hráefni til að framleiða það.  Ávallt er stöðug þörf fyrir glútaþíon og það er nýtt í hvert skipti og við tökumst á við álag, veikindi, stress, þreytu og jafnvel æfingar.

Sumar vel þekktar ástæður vegna skorts á glútaþíoni eru: fíkniefni, slæmt mataræði, geislamengun, streita, sár, sálrænt tjón.

 

AF  HVERJU ER GLÚTAÞÍON   NAUÐSYNLEGT  HEILSUNNI?

Þrjú meginhlutverk glútaþíons í líkamanum eru vegna andoxunarefna, ónæmishvata og afeitrunar.
Þrír þýðingarmiklir ferlar sem ganga fyrir glútaþíoni.

„Móður“ andoxunarefnið

Síðastliðin þrjátíu ár hefur rannsóknarfólk kannað gildi andoxunarefna fyrir góða heilsu.  Sindurefni hafa verið bendluð við alls kyns sjúkdóma, þ.á.m. hjartasjúkdóma, krabbamein, sykursýki og sjálfa öldrunina.

Vel þekkt og mikið notuð andoxunarefni eins og C vítamín og seleníum vega upp á móti sindurefnum.  Þau andoxunarefni myndast eðlilega í náttúrunni en ekki í líkamanum – þau verða að koma inn sem hluti af næringarríku mataræði .

Að því gefnu hve þýðingarmikið hlutverk andoxunarefna er á góða heilsu, þá er það ekki undarlegt að líkaminn sjálfur framleiði sín eigin andoxunarefni.

Það mikilvægasta þeirra er glútaþíonið.  Vegna þess að öll önnur andoxunarefni eru uppá glútaþíonið komin til að virka rétt, þá kalla vísindamenn það „móður andoxunarefnið“.

Fæða fyrir ónæmiskerfið

Hlutverk ónæmiskerfisins er að bera kennsl á og ráðast á sýkla og aðra aðskotahluti, þar með taldar krabbameinsfrumur.  Líkami með nóg af glútaþíoni berst gegn þessari ógn, auðveldar, með því að neita þeim flestum um fótfestu og með því að mæta hinum fáu sem komast í gegn með bættu ónæmiskerfi.

Hækkuð glútaþíonmörk gera líkamnum kleift að framleiða meira af hvítum blóðkornum-hinni mikilvægustu varnarlínu ónæmiskerfisins.

Glútaþíon leikur aðalhlutverk í starfi þessara ónæmisfruma.  Dr. Gustavo Nounous, sérfræðingur um glútaþíon segir, „sá þáttur sem ræður úrslitum í réttri starfsemi hvítu blóðkornanna (eitilkorna) er að glútaþíon sé til staðar“.

Sett fram á einfaldan hátt:  glútaþíon er „fæðan“ fyrir ónæmiskerfið.

Afeitrun

Hvort sem við vitum af því eða ekki þá erum við stöðugt að anda að okkur og láta ofan í okkur  náttúruleg-og gerfi eiturefni.  Þau eru óumflýjanleg á þessum síðustu tímum, bæði í hinum menguðu borgum sem og í hinni skipulögðu fæðu og matarbirgðum.

Þegar líkaminn er við góða heilsu og hefur þá næringu sem hann þarfnast þá vinnur hann stöðugt við að halda eiturefnum úti og við að verja sig, en auknir skammtar af umhverfismengun ganga sífellt meir á birgðir glútaþíonsins.

Aðallíffæri okkar við afeitrun er lifrin –  virkasta stöð glútaþíonsins.  Kannanir sýna að lágt glútaþíonmagn leiðir til lélegra starfa lifrarinnar, sem veldur því að fleiri eiturefni  streyma gegnum líkamann sem leiða til skemmda á einstökum frumum og líffærum.

Læknar eru vanir að nota glútaþíonstuðlandi lyf til afeitrunar á fórnarlömbum þeirra sem hafa tekið of mikið af lyfjum.

Lyf sem hækka stöðu glutaþíons

Lyffræðileg meðöl eins og þau sem hér er getið að neðan hafa verið notuð til að hækka stöðu glútaþíons, sama þótt þau framleiði aukaverkanir og séu ekki nothæf til lengri tíma litið; þau eru:  NAC, SAM, OTC, OTZ, PROCYSTEINE.

NAC

Lyfið NAC (n-acetyl-cysteine) er öflugur forveri glútaþíon sem hefur verið fyrir hendi í mörg ár og finnst einnig í hillum heilsubótaverslana.  Þetta lyffræðilega efni er notað við að brjóta upp slím í lungnasjúkdómum eins og t.d. blöðrubandvefsmyndun (cystic fibrosis), langvinnu lungnakvefi (chronic bronchitis) og andarteppu (asthma).

Það er sígild meðferð vegna of mikils magns af acetaminophens.  Flestar hefðbundnar glútaþíon rannsóknir á mönnum hafa verið gerðar með NAC.

NAC sjúkdómsmeðferðin hefur tvö algeng vandamál: Í fyrsta lagi, það er lyffræðilegt meðal og hefur í sér sjálfu vissa eiturvirkni, og í öðru lagi NAC framkallað glútaþíon mark nær hröðu hámarki og niðurfalli á stuttum tíma.

Lyfinu er þess vegna lýst svo að það hafi stuttan líftíma.  Hröðu hámarki fylgja oft skyndileg föll, oft niður fyrir eðlileg mörk.  Til að viðhalda stöðugu glútaþíonstigi, þá verður að gleypa NAC eða því er sprautað nokkrum sinnum á dag, og er það mikið álag á líkamann.  Margir sem taka NAC  segjast vera með ýmis einkenni, svo sem útbrot, andsog, flökurleika, uppköst, vöðvakrampa og niðurgang.  Þrátt fyrir þetta þá er þetta algengasta leiðin við að hækka glútaþíon magnið á klínískan hátt.

OTC og OTZ

OTC (ornithine decarboxylase procysteine), OTZ (oxothiazolidine caraboxylate) eru gerfiefni með aðeins takmarkaðan möguleika til að hækka glútaþíon magnið og hafa ekki heldur gildar öryggisprófanir.

ATHUGIÐ: NAC (n-acetil-cysteine): Acetyl: asetýl-eingildur efnahópur af ediksýru. Formúla: CH3CO.  Cysteine: hvít, kristölluð amínósýra; er að finna í næstum því öllum hvítuefnum. Ornithine: ornitín, basísk amínósýra er verður til á efnaskiptaferli því er leiðir til myndunar þvagefnis.

Lækningajurtir og val á bætiefnum

Þessir kostir hafa lítil áhrif til að hækka glútaþíon til muna vegna þess að magasýrurnar eyða þeim við meltingu áður en þeir hafa nokkur varanleg áhrif.

LifeWave Glútaþíon Plástrar

Þegar Life Wave glútaþíon plástrar eru settir á líkamann þá gefa þeir frá sér merki á sömu tíðni og frumumurnar starfa á við sína eigin glútaþíon framleiðslu og veldur því að glutaþíon magnið eyks á eðlilegan og náttúrulegan hátt.

Þessi tækni, sem vernduð er með einkarétti  hefur sýnt í klínískum rannsóknum að glútaþíonmagn líkamans eykst að meðaltali
um 300% á aðeins 24 klst. 

 

 

 

 

 

 

 

Glútaþíon gegn sjúkdómum og öldrun

Það er álitið að glútaþíon hafi mikilvægu hlutverki að gegna við meðferð og til að fyrirbyggja hundruð sjúkdóma.  Í framtíðinni verður það e.t.v. álitið eins mikilvægt fyrir heilsufarið eins og rétt mataræði, æfingar og góður lífsstíll.

Klínískar rannsóknir sýna að hækkandi glútaþíon magn geti tekist á við nokkur megin heilsuvandamál okkar tíma – t.d. hjartasjúkdóma, hjartaslags og heilablóðfalls, sykursýki, hátt kólesteról, asma, reykinga, lifrarbólgu og fleiri.

Glútaþíon sér líkamanum fyrir hjálpartækjum til að berjast gegn þessum ógnum á eðlilegan hátt.

Fólk með góða heilsu nýtur þessa einnig að hafa nóg af glútaþíoni  með því að hafa áhrifaríkari möguleika við að berjast gegn eiturefnum, smitsjúkdómum, krabbameinskynjuðum frumum og öldrunarferlinu sjálfu.

Minnkandi glútaþíonstaða er einkenni öldrunar og eru sérstaklega augljós dæmi Parkinsons sjúkdómur og Alzheimer sjúkdómur.

Glútaþíon er einnig mikilvægt fyrir fólk sem er vel á sig komið líkamlega.  Margt íþróttafólk á heimsklassa er að uppgötva það að viðhald á góðri glútaþíonstöðu gefur þeim aukinn þrótt á keppinautana, og sem færir þeim enn meiri styrk og þol, flýtir batanum eftir áverka og meiðsli; vöðvaverkir minnka svo og þreyta, og vöðvastyrkur eykst.

Glútaþíon er nauðsynlegt vegna öldrunareinkenna, einnig sem aðal andoxunarefnið, við að bæta ónæmiskerfið og til að afeitra  mengunarþætti og krabbameinsvaka.  Þó er ekki hægt að auka glútaþíonið með því að taka það inn, þar sem því gengur illa að komast gegnum meltingarfærin.

Glútaþíonið verður að framleiðast innan frumukerfis líkamans.  Þessvegna er besta leiðin til að hækka glútaþíonmagnið sú, að  byggja upp samstæður sem frumurnar nota til að framleiða það sjálfar.

LifeWave Glutaþíon plástrarnir gera þetta með því að senda bylgjur til líkamans á sömu tíðni og frumurnar vinna á.

Valdar læknistilvísanir:

Öldrun

Það er vel þekkt, að við öldrun lækkar glútaþíonmagnið mikið.

Lægra glútaþíonmagn er tengt mörgum sjúkdómum sem tengjast öldrun, svo sem: vagl eða ský á auga, Alzheimer- og Parkinson´s sjúkdómar, fituhrörnun (þ.e. þrenging stórra og meðalstórra slagæða) o.fl.  Journal of Clinical Epidemiology 47: 1021-26,1994.

Hlutverk andoxunarefna

Andoxunarefni eru skráð og þekkt fyrir að hafa nauðsynlegt hlutverk í viðhaldi heilsunnar og að koma í veg fyrir sjúkdóma.  Glútaþíon er aðal andoxunarefnið í frumum líkamans.

Það að viðhalda háum glútaþíonstandard,þá hjálpar það líkamanum að virkja eigin andoxunarefni.  Biochemical pharmacology8 47: 2113-2123. 1994.

Taugasjúkdómar

Lágt magn glútaþíons hefur verið tengt taugasjúkdómum eins og MS (Multiple Sclerosis= heila- og mænusigg, MS-sjúkdómur, sjúkdómur í miðtaugakerfi; lýsir sér í magnleysi í hreyfi- tal og sjóntruflunum), ALS (Lou Gehrig´s sjúkdómur), Alzheimer´s og Parkinsons sjúkdómum, ásamt öðrum.  The Lancet 344: 796-798, l994.

Krabbamein

Glutaþíon leikur stórt hlutverk í að hafa hemil á krabbameinsvaldandi efnum og einnig viðheldur það eðlilegri ónæmisstöðu, og sér um sterka  vörn gegn æxlum.  Cancer Letters 57. 91-94, 1991.

Árangur íþróttamanna

Aukið glútaþíon hjálpar til við að  auka styrk og úthald.  Þeir sem áhuga hafa á líkamsrækt geta bætt árangur sinn. Journal of Applied Physiology 87: 1381-1385, 1999.

Eitur, mengun, geislun

Glutaþíon afeitrar alls kyns mengunarvalda, krabbameinsvalda og eitur þar með talið útblástur og sígarettureyk.  Það hindrar einnig skemmdir af geislun sem hlýst af eyðingu ózónlagsins.  Annual Review of Biochemistry 52): 711-760. 10983.

AIDS

Lágt magn glútaþíons veldur því að AIDS sjúklingar eiga erfiðara með að lifa af.  Mikið hefur verið skrifað um hlutverk glutaþíons vegna AIDS.  Proceedings of the Natural Academy of Sciences, USA 94: 1967-72, 1997.

Hjartasjúkdómar, slag og kóleseról

Hækkað glútaþíonmagn berst gegn tæringu (oxun) á fitu sem berst með blóðrásinni, þar með talið kólesteról; það hindrar þróun á sýklum í slagæðunum – sem er hin undirliggjandi ástæða flestra hjartasjúkdóma- og slaga.  Nutrition Review 54: 1-30. 1996.

Sykursýki

Sykursýkissjúklingar hafa tilhneigingu til að fá sýkingu og smit og blóðrásavandamál sem leiða til hjartasjúkdóma, lifrarbilunar og blindu.  Glútaþíon verndar gegn fylgikvillum sykursýkinnar. Clinical Science 91.575-582, 1996.

Lungnasjúkdómar

Læknar hafa notað glútaþíonhvetjandi lyf til að lækna marga lungnasjúkdóma, þar með talið, andarteppu (asma-asthma), þrálátt lungnakvef (chronic bronchitis) og lungnaþembu (emphesema).  Ýmsar nýlegar lækningaaðferðir eru nú fyrir hendi vegna sígarettureykinga, lungnabandvefsmyndana og annars.  American Journal of Medical Science 307.119-127, 1994.

Meltingarsjúkdómar

Glútaþíon verndar líkamann frá magabólgum, magasári, briskirtli og ristilbólgum ásamt sáramyndaðri ristilbólgu og Crohn´s sjúkdómi.  Gut 42: 485-492, 1998.

Lifrarbólga

Lifrin er aðal vörugeymslan fyrir glútaþíonið.  Glútaþíon skaðast í alkohóllifur á sama hátt og veirulifrarbólgu ásamt  A, B og C lifrarbólgu.  Hækkun á glútaþíonmagni styrkir hlutverk lifrarinnar.  American Journal of Gastroenterology 91: 2569-25 73, 1996.

Nýrnasjúkdómar

Fólk með nýrnabilun eða himnuskiljun (dialysis) þjáist af tæringarálagi (oxidation stress) og minnkandi glútaþíonmagni.  Hækkandi magn glútaþíons hjálpar til við að koma í veg fyrir blóðleysi.  Nephron 61: 404-408, 1992.

Þungun, mjólkurmyndun og fæðing

Hlutverk glútaþíons á fóstur- og legkökuþroska er mikilvægur.  Það virkar einnig í legkökunni til að afeitra mengunarvalda áður en þeir komast að hinu þroskandi barni (fóstri).  Margir fylgikvillar þungunar hafa verið raktir til of lítils glútaþíons.  Early Human Development 31: 167-1 74. 1994.

þýðing -áó 01.07.09 

Uppfærðar rannsóknir á Glutathione eru á: www.lifewave.com/research.asp